Sport

Jón Margeir með fimmta besta tímann í undanrásunum og keppir til úrslita

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jón Margeir fær tækifæri til þess að verja gullið í kvöld.
Jón Margeir fær tækifæri til þess að verja gullið í kvöld. mynd/fí
Jón Margeir Sverrisson var annar í sínum riðli og alls í fimmta sæti í undanrásunum í 200 metra skriðsundi á Paralympics er hann kom í mark á 2:00,01.

Jón Margeir keppti í öðrum undanriðli og var í öðru sæti að 50 metrum loknum en hann hélt áfram að eltast við Won Sang Cho frá Suður-Kóreu næstu 50 metrana.

Cho var með tæplega sekúndu á Jón og Liam Schluter fyrir lokasprettinn en þeir náðu báðir að taka fram úr honum en Schluter kom fyrstur í mark á 1:58,95, rúmlega sekúndu á undan Jóni.

Landi Schulter, Daniel Fox, frá Ástralíu, kom fyrstur í mark í undanrásunum á 1:57,19 en keppt verður til úrslita klukkan hálf tíu í kvöld.

Jón Margeir vann til gullverðlauna í sömu grein á Ólympíuleikunum í Ríó 2012 en hann setti þá nýtt heimsmet er hann kom í mark á 1:59,62, sautján sekúndubrotum á undan Daniel Fox.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×