Innlent

Jólaskógurinn á Hólmsheiði opnar í dag

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Úr Heiðmörk.
Úr Heiðmörk. Vísir/Stefán
Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, fellir í dag jólatré í Jólaskógi Skógræktarfélags Reykjavíkur sem markar opnun Jólaskógarins sem í ár er á Hólmsheiði. 

Í framhaldinu verður skógurinn opinn allar helgar fram að jólum kl. 11 – 16. Að sögn skipuleggjenda verður jólasveinninn á svæðinu og heitt er á könnunni.

Gróðursetning á Hólmsheiði er samvinnuverkefni Reykvíkinga og Skógræktafélags Reykjavíkur en ungmenni hafa tekið þátt í gróðursetningu í tugi ára á Hólmsheiði og í Heiðmörk. „Sem fullorðin mæta þau aftur og höggva sér jólatré,“ segir í tilkynningu frá Skógræktarfélaginu og bætt er við að fyrir hvert fellt tré eru 50 ný gróðursett.

Á vef Skógræktarfélags Reykjavíkur má finna leiðarlýsingu.
 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×