Lífið

Jamie Oliver væri til í að sjá bakarí í Hallgrímskirkju

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kokkurinn birti mynd af Hallgrímskirkju á Instagram í kvöld.
Kokkurinn birti mynd af Hallgrímskirkju á Instagram í kvöld. vísir/jamie oliver/getty
Breski stjörnukokkurinn Jamie Oliver hefur verið á Íslandi á síðustu daga ásamt eiginkonu sinni, Jools. Kokkurinn hefur birt nokkrar myndir frá ferðinni á samfélagsmiðlum og í kvöld birti hann mynd af Hallgrímskirkju á Instagram.

Við myndina ritar hann á ensku “Very Cool church design in Iceland - be cool with a bakery at the bottom” sem á íslensku gæti útlagst:

„Mjög kúl hönnun á kirkju á Íslandi – væri kúl að hafa bakarí á neðstu hæðinni.“

Það má því segja að Jamie Oliver væri til í að sjá bakarí í Hallgrímskirkju.

 

Very Cool church design in Iceland - be cool with a bakery at the bottom

A photo posted by Jamie Oliver (@jamieoliver) on


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×