MÁNUDAGUR 27. MARS NÝJAST 11:30

Draumur rćttist hjá John Arne Riise á Anfield um helgina

SPORT

James Allison verđur tćknistjóri Mercedes

 
Formúla 1
16:30 16. FEBRÚAR 2017
James Allison verđur starfsmađur Mercedes frá og međ 1. mars nćstkomandi.
James Allison verđur starfsmađur Mercedes frá og međ 1. mars nćstkomandi. VÍSIR/GETTY
Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar

James Allison, fyrrum tæknistjóri Ferrari mun taka til starfa hjá heimsmeisturum Mercedes þann 1. mars næstkomandi.

Allison er ætlað að leysa af hólmi Paddy Lowe, sem áður var yfirmaður tækniþróunar Mercedes liðsins. Lowe hætti í janúar og er núna í svokölluðu garðyrkjufríi til en búist er við að hann fari til Williams liðsins seinna á þessu ári.

Allison var tæknistjóri Ferrari liðsins þangað til síðasta sumar, hann fékk þá að hætta með afar skömmum fyrirvara eftir að eiginkona hans lést og Allison vildi flytja aftur heim til Bretlands til að verja tíma með fjölskyldu sinni.

Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes verður eini yfirmaður Allison hjá liðinu.

„Ég er mjög spenntur að snúa aftur til vinnu eftir að hafa verið í burtu frá íþróttinni um stund,“ sagði Allison.

„Það eru mikil forréttindi að vera veitt það traust að vera tæknistjóri hjá liði sem hefur átt svona stórkostlegu gengi að fagna síðustu þrjú ár. Ég hlakka mikið til að leggja mitt af mörkum til að hjálpa Mercedes í að styrjka sig enn frekar á komandi árum,“ bætti Allison við.

„Ég er mjög ánægður að geta boðið James velkominn til Mercedes og hlakka til að starfa með honum,“ sagði Wolff.

„Tæknideildin okkar er afar góð á öllum sviðum og aldrei verið betri enda innblásinn af þremur heimsmeistaratitlum í röð. Það var ekki auðvelt að finna manneskju sem gat styrkt okkar reynslumikla hóp af verkfræðingum, gefið ungum og hæfileikaríkum liðsmönnum tækifæri til að þróast áfram og koma með eigin sín á hlutina. James er klár verkfræðingur og ég held að við höfum fundið hinn fullkomna aðila til að bæta við í stjórnarteymið okkar,“ sagði Wolff.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Formúla 1 / James Allison verđur tćknistjóri Mercedes
Fara efst