Innlent

Jákvæð fyrir ísgangaverkefni

Ferðaþjónustuaðilar hafa fengið jákvæð viðbrögð við hugmyndum um gerð ísganga í Langjökli. Fréttablaðið/Vilhelm
Ferðaþjónustuaðilar hafa fengið jákvæð viðbrögð við hugmyndum um gerð ísganga í Langjökli. Fréttablaðið/Vilhelm
Bæjaryfirvöld í Borgarbyggð hafa ekki tekið ákvörðun um hvort komið verði með beinum hætti að stofnun undirbúnings­félags fyrir ferðaþjónustuverkefni í Langjökli. Þau taka hins vegar vel í hugmyndirnar og hafa veitt leyfi til rannsókna á jöklinum.

Eins og Fréttablaðið hefur þegar greint frá hafa ýmis ferðaþjónustufyrirtæki, ásamt verkfræðistofunni Eflu, kynnt hugmyndir sínar um að gera ísgöng og hella í Langjökli til að höfða til ferðamanna.

Páll S. Brynjarsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segir í samtali við Fréttablaðið að sveitarstjórn hafi tekið jákvætt í hugmyndina eftir að framkvæmdaaðilar kynntu verkefnið og því hafi verið samþykkt að veita rannsóknarleyfi með fyrirvara um deiliskipulagsskyldu.

Samkvæmt kynningu með verkefninu er gert ráð fyrir að grafa rannsóknargöng um 150 til 200 metra inn í ísinn, til að skera úr um framtíðarmöguleika ganganna.

„Þetta eru afar áhugaverðar hugmyndir og menn sjá mörg tækifæri varðandi uppbyggingu á ferðaþjónustu,“ segir Páll. „En við erum að skoða það hvort sveitarfélagið vilji eiga beina aðkomu með því að taka þátt í undirbúningsfélaginu.“ - þj


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×