Fótbolti

Ítalir komnir á lokakeppni EM | Úrslit dagsins

Ítalir fagna marki
Ítalir fagna marki Vísir/Getty
Ítalska landsliðið komst í dag á lokakeppni EM 2016 sem fer fram í Frakklandi næsta sumar með 3-1 sigri á Azerbaídjan í Baku.

Ítalir þurftu þrjú stig úr síðustu tveimur leikjunum til þess að tryggja sæti sitt á EM og fengu draumabyrjun þegar Eder kom Ítölunum yfir í Baku. Dimitrij Nazarov jafnaði nokkuð óvænt metin fyrir Azerbaídjan en Stephan El Shaarawy og Matteo Darmian bættu við sitt hvoru markinu og gerðu út um leikinn sitt hvoru megin við hálfleikinn.

Noregur gerði sitt með 2-0 sigri á Möltu á heimavelli í dag en Noregur mætir Ítalíu í lokaumferðinni. Króatía getur enn skotist upp fyrir Noreg með sigri í síðustu tveimur leikjum sínum en þeir mæta Búlgaríu í kvöld.

Þá vann Holland nokkuð sannfærandi sigur á Kasakstan á útivelli í kvöld. Georginio Wijnaldum kom Hollandi yfir á 33. mínútu og bætti Wesley Sneijder við öðru marki Hollands í upphafi seinni hálfleiks. Islambek Kuat minnkaði muninn á lokasekúndum leiksins fyrir Kasakstan en lengra komust þeir ekki.



Úrslit dagsins:

Azerbaídjan 1-3 Ítalía

Kasakstan 1-2 Holland

Noregur 2-0 Malta




Fleiri fréttir

Sjá meira


×