Lífið

Íslenskur arkitektanemi í mynd Jodie Foster

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Svavar er búsettur í New York þar sem hann lærir arkitektúr.
Svavar er búsettur í New York þar sem hann lærir arkitektúr. Mynd/Svavar
„Ég er að leika með honum Darra í bíómynd, við erum tveir sem eigum að leika Íslendinga,“ segir Svavar James Kristjánsson en hann fer með lítið hlutverk í myndinni Money Monster ásamt Darra Ingólfssyni.

Money Monster er leikstýrt af Jodie Foster og með aðalhlutverk fara Julia Roberts og George Clooney.

Svavar var við tökur í heilan dag en hann er búsettur í New York þar sem hann lærir arkitektúr.

„Þetta eiginlega lenti hjá mér mjög furðulega. Ég fékk bara Facebook-skilaboð einn daginn þar sem var spurt:

Hey, langar þig að vera í bíómynd?“

Jodie foster
Hann sló til, fór í prufur og hreppti hlutverkið.

„Ég var fyrst rosalega stressaður yfir þessu öllu saman en svo var þetta bara mjög gaman,“ segir hann hress og bætir við að gaman hafi verið að sjá hvernig allt fór fram og upplifa það að vera á „setti“.

Leikstjórinn var að sjálfsögðu á svæðinu og ber Svavar henni vel söguna og viðurkennir að hann hafi verið ögn taugatrekktur yfir því að hitta hana.

„Ég hafði hitt hana deginum áður í „fitting“ og þá eiginlega svona róuðust taugarnar,“ segir hann og bætir við að Foster hafi verið afskaplega indæl og jarðbundin en tökur standa nú yfir á myndinni í New York.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×