Íslenskir Indjánar 17. nóvember 2010 20:33 Líklegt er að fyrsta konan úr röðum frumbyggja Ameríku hafi komið til Evrópu fyrir tíma Kristófers Kólumbusar. Hún bjó hér á landi og um 350 íslendingar geta rakið ættir sínar í beinan kvenlegg til hennar. Þetta sýnir ný rannsókn Íslenskrar Erfðagreiningar. Það var mastersneminn Sigríður Sunna Ebenesardóttir sem vann rannsóknina undir handleiðslu Agnars Helgasonar hjá Íslenskri erfðagreiningu. Í henni var reynt að rekja uppruna hvatvera erfðaefnis, arfgerða sem eru nokkuð óvenjulegar. Fyrri rannsóknir sýndu að uppruna íslendinga mætti rekja til Bretlands í kvenlegg og til Skandinavíu í karllegg. Nokkrar arfgerðir sýndu hinsvegar arfgerðir sem kallaðar eru C1E og finnast helst í frumbyggjum Ameríku annarsvegar og úr hópi frá Austur-Asíu hinsvegar. Rannsóknin sýndi að þesi arfgerð hefur verið lengi hér á landi, líklega fyrir árið 1500, eða áður en Kólumbus sigldi til Ameríku. „Eins og staðan er í dag þá lítur það þannig út að það eru meiri líkur á því að þetta sé komið frá frumbyggjum Ameríku og þar sem það er fyrir tíma Kólumbusar hlýtur það að hafa gerst með siglingum norrænna manna til Vínlands. Þá er líklegt að einhver kona hafi flækst með í þeim siglingum frá Ameríku til Íslands, og það hafi verið fyrsta konan frá frumbyggjum Ameríku sem kom til Evrópu," segir Agnar. Agnar tekur þó skýrt fram að um tilgátu sé að ræða, og svarið fáist ekki fyrr en eins afbrigði finnist annarsstaðar í heiminum. Rannsókn þeirra Sigríðar hefur vakið heimsathygli og hefur Agnar verið í fjölmörgum viðtölum við erlenda miðla í dag. „Ég held að þegar maður blandar saman Kólumbusi, frumbyggjum Ameríku og víkingum saman í einn kokteil þá vekur það áhuga. En það er mikilvægt að átta sig á því að þetta er ekki sönnun á því að þessi ferð hafi átt sér stað, heldur er það bara líklegasta tilgátan í dag. Það kann að vera að íslenska afbrigðið finnist í núlifandi frumbyggjum Ameríku, eða í beinagrindum frá þeim tíma sem þessar siglingar áttu sér stað, þá mun liggja fyrir staðfesting." En hversu merkileg er þessi rannsókn? „Ég myndi segja að fyrst og fremst sé hún áhugaverð út frá sagnfræðilegu sjónarhorni og ferðalögum manna á fyrri tímum. Hún umbyltir ekki vísindunum, en er áhugaverð og skemmtileg saga." En er þessi dularfulla kona þá ættmóðir margra íslendinga? „Ef það er rétt að þetta sé komið af því að kona kom frá Ameríku fyrir þúsund árum, þá geta að minnsta kosti 350 íslendingar rakið ættir sínar í beinan kvenlegg, til þessarar konu." Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Líklegt er að fyrsta konan úr röðum frumbyggja Ameríku hafi komið til Evrópu fyrir tíma Kristófers Kólumbusar. Hún bjó hér á landi og um 350 íslendingar geta rakið ættir sínar í beinan kvenlegg til hennar. Þetta sýnir ný rannsókn Íslenskrar Erfðagreiningar. Það var mastersneminn Sigríður Sunna Ebenesardóttir sem vann rannsóknina undir handleiðslu Agnars Helgasonar hjá Íslenskri erfðagreiningu. Í henni var reynt að rekja uppruna hvatvera erfðaefnis, arfgerða sem eru nokkuð óvenjulegar. Fyrri rannsóknir sýndu að uppruna íslendinga mætti rekja til Bretlands í kvenlegg og til Skandinavíu í karllegg. Nokkrar arfgerðir sýndu hinsvegar arfgerðir sem kallaðar eru C1E og finnast helst í frumbyggjum Ameríku annarsvegar og úr hópi frá Austur-Asíu hinsvegar. Rannsóknin sýndi að þesi arfgerð hefur verið lengi hér á landi, líklega fyrir árið 1500, eða áður en Kólumbus sigldi til Ameríku. „Eins og staðan er í dag þá lítur það þannig út að það eru meiri líkur á því að þetta sé komið frá frumbyggjum Ameríku og þar sem það er fyrir tíma Kólumbusar hlýtur það að hafa gerst með siglingum norrænna manna til Vínlands. Þá er líklegt að einhver kona hafi flækst með í þeim siglingum frá Ameríku til Íslands, og það hafi verið fyrsta konan frá frumbyggjum Ameríku sem kom til Evrópu," segir Agnar. Agnar tekur þó skýrt fram að um tilgátu sé að ræða, og svarið fáist ekki fyrr en eins afbrigði finnist annarsstaðar í heiminum. Rannsókn þeirra Sigríðar hefur vakið heimsathygli og hefur Agnar verið í fjölmörgum viðtölum við erlenda miðla í dag. „Ég held að þegar maður blandar saman Kólumbusi, frumbyggjum Ameríku og víkingum saman í einn kokteil þá vekur það áhuga. En það er mikilvægt að átta sig á því að þetta er ekki sönnun á því að þessi ferð hafi átt sér stað, heldur er það bara líklegasta tilgátan í dag. Það kann að vera að íslenska afbrigðið finnist í núlifandi frumbyggjum Ameríku, eða í beinagrindum frá þeim tíma sem þessar siglingar áttu sér stað, þá mun liggja fyrir staðfesting." En hversu merkileg er þessi rannsókn? „Ég myndi segja að fyrst og fremst sé hún áhugaverð út frá sagnfræðilegu sjónarhorni og ferðalögum manna á fyrri tímum. Hún umbyltir ekki vísindunum, en er áhugaverð og skemmtileg saga." En er þessi dularfulla kona þá ættmóðir margra íslendinga? „Ef það er rétt að þetta sé komið af því að kona kom frá Ameríku fyrir þúsund árum, þá geta að minnsta kosti 350 íslendingar rakið ættir sínar í beinan kvenlegg, til þessarar konu."
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira