Innlent

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin í Smáralind

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin á Haítí. Mynd/ AFP.
Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin á Haítí. Mynd/ AFP.
Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin verður með kynningu í Smáralindinni í dag á nýrri bók um ferð sína til Haítí eftir skjálftann þar í byrjun árs.

Í bókinni er undirbúningi sveitarinnar, aðdraganda að útkallinu og útkallið sjálft rakið. Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin var fyrsta erlenda björgunarsveitin á vettvang þegar hörmungarnar riðu yfir á Haíti í janúar. Vöktu björgunarsveitamennirnir athygli víða um heim.

Útgáfuhóf íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar í Smáralindinni hefst klukkan fjögur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×