Íslensk stjórnvöld ráða framhaldi ESB viðræðna Heimir Már Pétursson skrifar 16. júlí 2014 14:00 Evrópusambandið mun ekki taka upp aðildarviðræður við Ísland á nýjan leik án þess að íslensk stjórnvöld sýni slíkum viðræðum mikinn áhuga, að mati sérfræðings í Evrópumálum. Nýr forseti framkvæmdastjórnar sambandsins vill frysta stækkunarferli þess næstu fimm árin, en í dag eru fimm ár frá því Alþingi samþykkti aðildarumsókn Íslands að sambandinu. Jean-Claude Juncker er fyrsti framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sem greidd eru atkvæði um á Evrópuþinginu, en skipan hans í embætti var samþykkt á þinginu í gær. Í ræðu sem hann hélt áður en atkvæðagreiðslan fór fram sagði hann stækkunarferli sambandsins á undanförnum áratug hafa verið mjög árangursríkt, en aðildarríkjunum hefur á þeim tíma fjölgað um þrettán og eru nú 28. Aðildarríkin þyrftu hins vegar að melta þá stækkun sem átt hefði sér stað og sambandið þyrfti á því að halda að hlé yrði gert á stækkunarferlinu. Þess vegna yrði yfirstandandi aðildarviðræðum við einstök ríki haldið áfram, en enginn frekari stækkun á sambandinu muni eiga sér stað á næstu fimm árum. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst segir að innan Evrópusambandsins hafi menn verið að tala sig í þessa átt á undanförnum árum eftir stækkun sambandsins til austurs og efnahagskreppuna í Evrópu. „Gagnvart Íslandi er staðan sú að við sluppum inn fyrir ákveðinn þröskuld á sínum tíma og vorum samþykkt sem fullgilt umsóknarríki í aðildarferli. Og það er eiginlega alveg öruggt að svoleiðiðs ákvörðun verður ekki tekin fyrir önnur ríki núna á næstu árum,“ segir Eiríkur. Hins vegar hafi íslensk stjórnvöld stöðvað viðræðurnar og þar með sé Ísland í óljósri stöðu. „Og við vitum ekki ennþá hvort að Juncker eigi líka við Ísland, um að við getum ekki fengið aðild. En í það minnsta myndi ég halda að það væri algerlega augljóst að Evrópusambandið ætti mjög erfitt með að halda áfram með aðildarsamning við Ísland nema að hér birtist mjög skýr pólitískur vilji til að ganga í Evrópusambandið,“ segir Eiríkur. Íslendingar muni að öllum líkindum njóta mikils stuðnings Norðurlandaþjóðanna innan sambandsins ákveði þeir að halda viðræðunum áfram. En spyrja máhvort með þessari afstöðu Junckers hafi andstæðingum aðildar veriðbjargaðmeðbjöllunni, eins og talaðer umíboxhringnum? „Það á raunar eftir að koma í ljós hvort að svo sé. Það getur líka vel verið að Evrópusambandið taki þá ákvörðun að við höfum stigið aftur fyrir þröskuldinn sjálf með þessari ákvörðun sem hér var tekin fyrir skemmstu um að stöðva aðildarviðræðurnar,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði. Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Evrópusambandið mun ekki taka upp aðildarviðræður við Ísland á nýjan leik án þess að íslensk stjórnvöld sýni slíkum viðræðum mikinn áhuga, að mati sérfræðings í Evrópumálum. Nýr forseti framkvæmdastjórnar sambandsins vill frysta stækkunarferli þess næstu fimm árin, en í dag eru fimm ár frá því Alþingi samþykkti aðildarumsókn Íslands að sambandinu. Jean-Claude Juncker er fyrsti framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sem greidd eru atkvæði um á Evrópuþinginu, en skipan hans í embætti var samþykkt á þinginu í gær. Í ræðu sem hann hélt áður en atkvæðagreiðslan fór fram sagði hann stækkunarferli sambandsins á undanförnum áratug hafa verið mjög árangursríkt, en aðildarríkjunum hefur á þeim tíma fjölgað um þrettán og eru nú 28. Aðildarríkin þyrftu hins vegar að melta þá stækkun sem átt hefði sér stað og sambandið þyrfti á því að halda að hlé yrði gert á stækkunarferlinu. Þess vegna yrði yfirstandandi aðildarviðræðum við einstök ríki haldið áfram, en enginn frekari stækkun á sambandinu muni eiga sér stað á næstu fimm árum. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst segir að innan Evrópusambandsins hafi menn verið að tala sig í þessa átt á undanförnum árum eftir stækkun sambandsins til austurs og efnahagskreppuna í Evrópu. „Gagnvart Íslandi er staðan sú að við sluppum inn fyrir ákveðinn þröskuld á sínum tíma og vorum samþykkt sem fullgilt umsóknarríki í aðildarferli. Og það er eiginlega alveg öruggt að svoleiðiðs ákvörðun verður ekki tekin fyrir önnur ríki núna á næstu árum,“ segir Eiríkur. Hins vegar hafi íslensk stjórnvöld stöðvað viðræðurnar og þar með sé Ísland í óljósri stöðu. „Og við vitum ekki ennþá hvort að Juncker eigi líka við Ísland, um að við getum ekki fengið aðild. En í það minnsta myndi ég halda að það væri algerlega augljóst að Evrópusambandið ætti mjög erfitt með að halda áfram með aðildarsamning við Ísland nema að hér birtist mjög skýr pólitískur vilji til að ganga í Evrópusambandið,“ segir Eiríkur. Íslendingar muni að öllum líkindum njóta mikils stuðnings Norðurlandaþjóðanna innan sambandsins ákveði þeir að halda viðræðunum áfram. En spyrja máhvort með þessari afstöðu Junckers hafi andstæðingum aðildar veriðbjargaðmeðbjöllunni, eins og talaðer umíboxhringnum? „Það á raunar eftir að koma í ljós hvort að svo sé. Það getur líka vel verið að Evrópusambandið taki þá ákvörðun að við höfum stigið aftur fyrir þröskuldinn sjálf með þessari ákvörðun sem hér var tekin fyrir skemmstu um að stöðva aðildarviðræðurnar,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði.
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira