Innlent

Íslendingar gætu náð 500.000

Samkvæmt spá Hagstofu gætu Íslendingar orðið allt að 498 þúsund talsins árið 2061.
Samkvæmt spá Hagstofu gætu Íslendingar orðið allt að 498 þúsund talsins árið 2061. Fréttablaðið/Vilhelm
Íslendingar gætu orðið allt að 498 þúsund talsins árið 2061 ef mannfjöldaspá Hagstofu gengur eftir.

Útreikningar Hagstofu fyrir árabilið 2012 til 2061 gera ráð fyrir fjórum þáttum, núverandi fólksfjölda, áætlun um búferlaflutninga á tímabilinu, áætluðum dánarlíkum og áætluðu frjósemishlutfalli.

Mannfjöldaspáin gerir ráð fyrir vissum frávikum og setur fram lágspá, miðspá og háspá.

Samkvæmt lágspánni yrði mannfjöldinn 393 þúsund árið 2061, samkvæmt miðspá yrðu Íslendingar 436 þúsund, en 498 þúsund samkvæmt háspánni.

Aldurskipting landsmanna mun breytast mjög á tímabilinu. Hlutfallslega fjölgar í hópi 65 ára og eldri en yngra fólki fækkar. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×