Innlent

Íslendingar eru þriðja langlífasta þjóð heims á eftir Hong Kong og Japan

Sæunn Gísladóttir skrifar
Langlífi Íslendinga er talið mega rekja til góðs mataræðis.
Langlífi Íslendinga er talið mega rekja til góðs mataræðis. vísir/pjetur
Íslendingar lifa einna lengst samkvæmt nýjum lista World Economic Forum.

Ísland er í þriðja sæti ásamt Ítalíu yfir langlífustu þjóðir heims, en meðallífaldur hér árið 2013 var 82,9 ár.

Karlar geta átt von á að lifa í 81,8 ár en konur í 84,5 ár. Meðallífaldur beggja kynja hækkar eilítið milli ára.

Talið er að rekja megi langlífi Íslendinga til heilbrigðs mataræðis. Íslendingar voru sagðir hafa besta mataræðið að mati næringarfræðinga í heimildarmyndinni The World's Best Diet árið 2014.

Mataræðið er talið lækka líkur á sykursýki og hjartasjúkdómum.

Íbúar Hong Kong eru langlífastir samkvæmt listanum og geta átt von á því að lifa í 83,5 ár. Japan er í öðru sæti listan. Þar á fólk von á að lifa í 83,1 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×