Íslandspistill á CNN "nánast hrein steypa“ Þorgils Jónsson skrifar 13. ágúst 2013 07:00 Hagfræðingurinn Gylfi Magnússon segir fátt standast í stóryrtum pistli á viðskiptavef CNN í gær. Þar er því meðal annars gert skóna að annað hrun hér á landi geti haft alvarleg áhrif á evrópskt efnahagslíf. „Mér finnst þetta vera nánast hrein steypa,“ segir Gylfi Magnússon, hagfræðingur og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, um grein eina sem birtist á viðskiptavef CNN í gær. Hann segir skrif sem þessi kalla á skýrari skilaboð um stöðuna hér á landi. Í greininni sem skrifuð er af Cyrus Sanati, sem er pistlahöfundur fyrir marga virtustu viðskiptafjölmiðla Bandaríkjanna er Íslandi líkt við tifandi tímasprengju sem gæti haft mikil áhrif á efnahagslíf í Evrópu. Sanati segir að þrátt fyrir að margt gefi til kynna að íslenskt efnahagslíf sé að styrkjast, hafi fátt eitt unnist í stærri málum, til dæmis varðandi gjaldeyrishöftin. Einblínt hafi verið á að seinka sársaukanum frekar en að lækna sjúkdóminn og það eigi sér nokkra hliðstæðu víða á meginlandi Evrópu. Gylfi segir að margt í greininni byggi á röngum forsendum. Höfundur fari til dæmis rangt með flestar hagtölur sem hann vísar í. „Svo gerir hann engan greinarmun á gömlu bönkunum og þeim nýju og virðist ekki vita hvernig í þessu liggur,“ segir Gylfi. Sanati segir stöðu íslensku bankana viðkvæma og kallar þá „Zombie“-banka Gylfi segir að slíkt eigi ekki einu sinni við um gömlu bankana. „Þeir eru bara fyrirtæki sem verið er að vinda ofan af og á að leggja niður, og nýju bankarnir eru ekki í nokkrum skilningi Zombie-bankar. Þannig að mér fannst þetta vera stórfurðuleg grein og með því skrítnara sem birt hefur verið um Ísland á svo virtum vefmiðli nýlega.“ Gylfi segir aðspurður að lítið sé hægt að gera við skrifum sem þessum. „Kannski segir þetta okkur að það þurfi að koma skýrari skilaboðum um stöðu Íslands á framfæri við umheiminn svo að svona rugl birtist ekki hvað eftir annað.“ Gylfi segir að á vettvangi hagfræðinnar séu fáir að velta Íslandi mikið fyrir sér, en þeir sem hafi kynnt sér stöðuna séu þeirrar skoðunar að Ísland hafi náð þokkalegum árangri og sé á réttri leið í endurreisn sinni. Hvað varðar möguleg áhrif á efnahagslíf Evrópu ef annað hrun dynur yfir Ísland segir Gylfi að Sanati dragi ályktanir á röngum forsendum. „Það verður stórtjón hjá þeim sem lánuðu gömlu bönkunum og þeir munu fá minna en helming til baka af því. Það eru hins vegar ekki nýjar fréttir og ég get því ekki séð að það muni hafa nokkur sérstök áhrif á stöðu mála í Evrópu á einn eða annan veg.“Ekki bein tengsl við Evrópu Katrín Ólafsdóttir, lektor við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík, segir að í grein Sanatis sé dregin upp frekar dökk mynd af ástandinu hér á landi. Hvað varðar möguleg áhrif annars hruns á Íslandi á efnahagslíf Evrópu telur Katrín að sú hætta sé ofmetin. „Ég sé ekki að það séu bein tengsl þarna á milli, því að við erum svo lítill hluti af heildinni. Það gæti haft óbein smitáhrif á væntingar en beinu áhrifin held ég að verði afskaplega lítil og spurning hvort þetta muni hafa nokkur hræðsluáhrif út fyrir Ísland.“ Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
„Mér finnst þetta vera nánast hrein steypa,“ segir Gylfi Magnússon, hagfræðingur og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, um grein eina sem birtist á viðskiptavef CNN í gær. Hann segir skrif sem þessi kalla á skýrari skilaboð um stöðuna hér á landi. Í greininni sem skrifuð er af Cyrus Sanati, sem er pistlahöfundur fyrir marga virtustu viðskiptafjölmiðla Bandaríkjanna er Íslandi líkt við tifandi tímasprengju sem gæti haft mikil áhrif á efnahagslíf í Evrópu. Sanati segir að þrátt fyrir að margt gefi til kynna að íslenskt efnahagslíf sé að styrkjast, hafi fátt eitt unnist í stærri málum, til dæmis varðandi gjaldeyrishöftin. Einblínt hafi verið á að seinka sársaukanum frekar en að lækna sjúkdóminn og það eigi sér nokkra hliðstæðu víða á meginlandi Evrópu. Gylfi segir að margt í greininni byggi á röngum forsendum. Höfundur fari til dæmis rangt með flestar hagtölur sem hann vísar í. „Svo gerir hann engan greinarmun á gömlu bönkunum og þeim nýju og virðist ekki vita hvernig í þessu liggur,“ segir Gylfi. Sanati segir stöðu íslensku bankana viðkvæma og kallar þá „Zombie“-banka Gylfi segir að slíkt eigi ekki einu sinni við um gömlu bankana. „Þeir eru bara fyrirtæki sem verið er að vinda ofan af og á að leggja niður, og nýju bankarnir eru ekki í nokkrum skilningi Zombie-bankar. Þannig að mér fannst þetta vera stórfurðuleg grein og með því skrítnara sem birt hefur verið um Ísland á svo virtum vefmiðli nýlega.“ Gylfi segir aðspurður að lítið sé hægt að gera við skrifum sem þessum. „Kannski segir þetta okkur að það þurfi að koma skýrari skilaboðum um stöðu Íslands á framfæri við umheiminn svo að svona rugl birtist ekki hvað eftir annað.“ Gylfi segir að á vettvangi hagfræðinnar séu fáir að velta Íslandi mikið fyrir sér, en þeir sem hafi kynnt sér stöðuna séu þeirrar skoðunar að Ísland hafi náð þokkalegum árangri og sé á réttri leið í endurreisn sinni. Hvað varðar möguleg áhrif á efnahagslíf Evrópu ef annað hrun dynur yfir Ísland segir Gylfi að Sanati dragi ályktanir á röngum forsendum. „Það verður stórtjón hjá þeim sem lánuðu gömlu bönkunum og þeir munu fá minna en helming til baka af því. Það eru hins vegar ekki nýjar fréttir og ég get því ekki séð að það muni hafa nokkur sérstök áhrif á stöðu mála í Evrópu á einn eða annan veg.“Ekki bein tengsl við Evrópu Katrín Ólafsdóttir, lektor við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík, segir að í grein Sanatis sé dregin upp frekar dökk mynd af ástandinu hér á landi. Hvað varðar möguleg áhrif annars hruns á Íslandi á efnahagslíf Evrópu telur Katrín að sú hætta sé ofmetin. „Ég sé ekki að það séu bein tengsl þarna á milli, því að við erum svo lítill hluti af heildinni. Það gæti haft óbein smitáhrif á væntingar en beinu áhrifin held ég að verði afskaplega lítil og spurning hvort þetta muni hafa nokkur hræðsluáhrif út fyrir Ísland.“
Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira