Innlent

Íslandsmet í blóðgjöfum

Í gær, fimmtudaginn 4. október 2007, komu alls 194 blóðgjafar í Blóðbankann á Snorrabraut 60. Blóðbankabíllinn við Fjarðarkaup í Hafnarfirði fékk 43 blóðgjafa í heimsókn og á starfsstöð okkar á Akureyri komu 19 blóðgjafar. Samtals eru þetta 256 blóðgjafar og í gær var því sett nýtt Íslandsmet í blóðsöfnun á einum degi.

Núna á hádegi föstudags, eru blóðbirgðir Blóðbankans uþb. 700 einingar af rauðkornum (einingar af blóði).

"Viljum við koma á framfæri þakklæti til allra blóðgjafa, sem hafa með þessum hætti tryggt öryggi sjúklinga á Íslandi. Bestu þakkir fyrir að bregðast skjótt og vel við ákalli Blóðbankans. Við þökkum einnig fjölmiðlum sem hafa sýnt mikilvægan stuðning við þessar aðstæður. " segir í frétt frá Blóðbankanum

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×