Innlent

Íslandi spáð 12. sæti í Eurovision

Veðbankinn spáir Íslandi 12. sæti.
Veðbankinn spáir Íslandi 12. sæti.
Íslandi er spáð 12. sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Aserbaídjan í maí. Samkvæmt breska veðbankanum William Hill er Svíum spáð sigri, Rússum öðru sæti og Dönum því þriðja.

Þá er Hvíta-Rússlandi spáð neðsta sæti.

Engelbert Humperdinck stígur fyrstur á svið í maí fyrir hönd Bretlands. Fyrsta flutningi kvöldsins er sjaldnast spáð góðu gengi og er Bretum spáð 8. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×