Innlent

Ísland sautjánda "besta“ ríki heims?

Atli Ísleifsson skrifar
Ísland skoraði sérstaklega hátt í flokknum sem sneri að loftslagsmálum.
Ísland skoraði sérstaklega hátt í flokknum sem sneri að loftslagsmálum. Vísir/Gunnar
Ísland er í sautjánda sæti á nýjum lista „sem mælir hve mikið viðkomandi land leggur til jarðarinnar og alls mannkyns“.

Á síðunni The Good Country Index er þjóðum var raðað í sjö flokkum sem snúa að menningu, loftslagsmálum, heilbrigðismálum og fleiru. Í frétt Huffington Post segir að stuðst hafi verið við gögn frá Sameinuðu þjóðunum og fleiri alþjóðasamtökum til að ná fram niðurstöðu. Ísland skipar efsta sæti í loftslagsflokknum en er mun neðar á lista í öðrum flokkum.

Írar eru efstir á listanum þar sem þeir skora sérstaklega hátt í jafnréttis- og velmegunarflokknum. Á heildarlistanum skipa Finnar annað sætið, Svisslendingar þriðja, Hollendingar fjórða, Ný-Sjálendingar fimmta og Svíar sjötta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×