Innlent

Ísland sat hjá við atkvæðagreiðslu SÞ

Mannréttindaskrifstofa Íslands telur að aðgangur að hreinu vatni teljist til mannréttinda. Ísland sat hins vegar hjá við atkvæðagreiðslu í Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær, þar sem samþykkt var tillaga um að aðgangur að hreinu vatni séu mannréttindi.

122 ríki samþykktu ályktunina, enginn var á móti, en 41 sat hjá. Ísland en einnig Ástralía, Danmörk, Írland, Ísrael, Japan, Svíþjóð og Bandaríkin, svo nokkrir séu nefndir.

Í tillögunni er hvatt til þess að ríki og alþjóðastofnanir útvegi fjármagn og fleira, einkum til þróunarríkja, í því skyni að útvega fólki hreint og aðgengilegt drykkjarvatn og hreinlætisaðstöðu.

Bent er á að upp undir níu hundruð milljónir manna hafi ekki aðgang að hreinu dreykkjarvatni, og yfir tveir komma sex milljarðar manna skorti aðgang að lágmarks hreinlætisaðstöðu. Þá er jafnframt lýst áhyggjum af því að árlega deyi ein og hálf milljón barna yngri en fimm ára, úr sjúkdómum sem tengjast drykkjarvatni og hreinlætisaðstöðu.

Margrét Steinarsdottir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, segist ekki geta tjáð sig um afstöðu stjórnvalda, þar sem rökin fyrir henni liggi ekki fyrir.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×