Ísland kveđur međ heimaleik gegn Liechtenstein

 
Fótbolti
11:22 23. JANÚAR 2016
Gylfi Ţór Sigurđsson og félagar kveđja landann á Laugardalsvelli 6. júní nćstkomandi.
Gylfi Ţór Sigurđsson og félagar kveđja landann á Laugardalsvelli 6. júní nćstkomandi. VÍSIR/VILHELM
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Liechtenstein í vináttulandsleik á Laugardalsvelli 6. júní næstkomandi.

Þetta verður síðasti leikur íslenska liðsins fyrir EM í Frakklandi en strákarnir fá þarna tækifæri til að kveðja stuðningsmenn Íslands áður en þeir halda út. Fyrsti leikur Íslands á EM er svo gegn Portúgal 14. júní.

Þetta er jafnframt fyrsti leikur Íslands á Laugardalsvelli síðan liðið gerði 2-2 jafntefli við Lettland 10. október síðastliðinn.

Ísland á eftir að leika fimm vináttulandsleiki áður en EM hefst eins og sjá má hér fyrir neðan.

Leikir íslenska landsliðsins fram að EM í Frakklandi:
31. janúar: Bandaríkin - Ísland
24. mars: Danmörk - Ísland
29. mars: Grikkland - Ísland
1. júní: Noregur - Ísland
6. júní: Ísland - Liechtenstein


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Ísland kveđur međ heimaleik gegn Liechtenstein
Fara efst