MIĐVIKUDAGUR 18. JANÚAR NÝJAST 11:44

Laufey Rún ađstođar dómsmálaráđherra

FRÉTTIR

Ísland kveđur međ heimaleik gegn Liechtenstein

 
Fótbolti
11:22 23. JANÚAR 2016
Gylfi Ţór Sigurđsson og félagar kveđja landann á Laugardalsvelli 6. júní nćstkomandi.
Gylfi Ţór Sigurđsson og félagar kveđja landann á Laugardalsvelli 6. júní nćstkomandi. VÍSIR/VILHELM
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Liechtenstein í vináttulandsleik á Laugardalsvelli 6. júní næstkomandi.

Þetta verður síðasti leikur íslenska liðsins fyrir EM í Frakklandi en strákarnir fá þarna tækifæri til að kveðja stuðningsmenn Íslands áður en þeir halda út. Fyrsti leikur Íslands á EM er svo gegn Portúgal 14. júní.

Þetta er jafnframt fyrsti leikur Íslands á Laugardalsvelli síðan liðið gerði 2-2 jafntefli við Lettland 10. október síðastliðinn.

Ísland á eftir að leika fimm vináttulandsleiki áður en EM hefst eins og sjá má hér fyrir neðan.

Leikir íslenska landsliðsins fram að EM í Frakklandi:
31. janúar: Bandaríkin - Ísland
24. mars: Danmörk - Ísland
29. mars: Grikkland - Ísland
1. júní: Noregur - Ísland
6. júní: Ísland - Liechtenstein


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Ísland kveđur međ heimaleik gegn Liechtenstein
Fara efst