Enski boltinn

Instagram-færsla kostaði 5,5 milljónir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bacary Sagna í leik með City um helgina.
Bacary Sagna í leik með City um helgina. Vísir/Getty
Bacary Sagna slapp við leikbann en var sektaður um 40 þúsund pund, jafnvirði 5,5 milljóna króna, vegna færslu sem hann setti á Instagram-síðu sína.

Umrædd færsla var birt eftir leik Mahchester City og Burnley í ensku úrvalsdeildinni en City vann leikinn, 2-1.

Sagna, sem leikur með City, sagði í færslunni að liðið hafi spilað með tíu leikmenn gegn tólf og vísaði þar til þess að Burnley hafi verið með dómarann í sínu liði.

Í umræddum leik var Fernandinho, leikmaður City, rekinn af velli fyrir brot á landsliðsmanninum Jóhanni Berg Guðmundssyni.

Lee Mason var dómari leiksins en Sagna eyddi færslunni. Málið var engu að sður tekið fyrir af aganefnd enska knattspyrnusambandsins en auk sektarinnar fékk Sagna viðvörun um að bæta hegðun sína framvegis.


Tengdar fréttir

Tíu leikmenn Man. City náðu að vinna Burnley

Þó svo Fernandinho hafi verið rekinn af velli fyrir groddalega tæklingu á Jóhann Berg Guðmundsson þá náði Man. City samt að vinna leikinn gegn Burnley, 2-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×