Innanríkisráðherra vill taka á hættulegum hælisleitendum kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar 25. febrúar 2015 08:00 Ólöf Nordal Móttökustöð vantar fyrir hælisleitendur hér á landi, að sögn Þorsteins Gunnarssonar, starfandi forstjóra Útlendingastofnunar. Slík úrræði séu til staðar í grannríkjum okkar. Slík móttökustöð yrði afar gagnleg til að greina aðstæður þeirra sem hingað koma. Tveimur hælisleitendum sem lögregla telur hættu stafa af verður vísað úr landi til Danmerkur. Áður hafði Hæstiréttur hafnað að úrskurða þá í gæsluvarðhald. Annar þeirra hótaði ofbeldisverkum. „Það sem vantar og er til skoðunar er að hafa eina komugátt inn í kerfið þar sem lögð er áhersla á að greina aðstæður hælisleitenda og átta sig á aðstæðum þeirra þannig að það sé hægt að taka á þeim strax með viðeigandi hætti,“ segir Þorsteinn. Slík leið hugnist stofnuninni hér vel og auðveldi ákvarðanatöku um hvaða þjónustu sé þörf og hvaða búsetuúrræði henti. „Það sem öll grannríki okkar eiga sameiginlegt er að þar er yfirleitt ein móttökugátt fyrir umsóknir um hæli.“ Þar hefjist hælisumsóknarferlið og slíkan stað vanti hér.Mótmæli hælisleitenda í nóvember 2013. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir þörf á úrræðum fyrir einstaklinga sem hætta stafar af en minnir á að upp til hópa sé um að ræða venjulegt fólk sem barist hafi við erfiðar aðstæður.Fréttablaðið/StefánÞorsteinn minnir á að langstærstur hluti hælisleitenda sé friðsemdarfólk. „Við leggjum mikla áherslu á að þetta er fólk sem er í viðkvæmri stöðu og á um sárt að binda. Að langstærstum hluta eru þetta friðsamir einstaklingar sem eru samvinnuþýðir stjórnvöldum.“ Hins vegar geti komið upp eitt og eitt mál, þar sem geti verið áskorun að þjónusta fólk. Þorsteinn segir engar tölur til um hversu margir hælisleitendur hafi komið hingað til lands sem taldir hafi verið hættulegir. Víst sé að þeir séu afar fáir. „Þetta eru mjög fá mál á ársgrundvelli. Flest mála þar sem hælisleitandi sýnir ógnandi hegðun má leysa með aðstoð geðlækna. Oftast er um sjálfskaðandi hegðun að ræða sem á sér rætur í erfiðleikum þeirra. Þetta er viðkvæmur hópur. Það er mikilvægt að halda því til haga.“ Í innanríkisráðuneytinu er verið að skoða málefni hælisleitenda sérstaklega í því skyni að finna leiðir til úrbóta. „Daglega er verið að vinna í þessum málum og við erum langt komin með að bæta kerfið er varðar móttöku hælisleitenda,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Hún segir mikilvægt að um leið og fólk komi til landsins fari af stað skoðun og greining á aðstæðum þess, bæði til að tryggja öryggi fólksins sjálfs og samfélagsins. Í því sambandi megi benda á nauðsyn þess að sérstök úrræði séu fyrir hendi fyrir fólk sem hætta gæti stafað af. Ráðherra bendir á að við komu hælisleitenda til landsins taki á móti þeim sérfræðingar Útlendingastofnunar, Ríkislögreglustjóra og fleiri sem leita þurfi til, svo sem félagsráðgjafar. „Upp til hópa er um að ræða venjulegt fólk sem barist hefur við erfiðar aðstæður en úrræði fyrir einstaklinga sem hætta er talin stafa af þarf vitanlega að vera til staðar og er það liður í þeirri vinnu okkar hér,“ segir Ólöf. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Móttökustöð vantar fyrir hælisleitendur hér á landi, að sögn Þorsteins Gunnarssonar, starfandi forstjóra Útlendingastofnunar. Slík úrræði séu til staðar í grannríkjum okkar. Slík móttökustöð yrði afar gagnleg til að greina aðstæður þeirra sem hingað koma. Tveimur hælisleitendum sem lögregla telur hættu stafa af verður vísað úr landi til Danmerkur. Áður hafði Hæstiréttur hafnað að úrskurða þá í gæsluvarðhald. Annar þeirra hótaði ofbeldisverkum. „Það sem vantar og er til skoðunar er að hafa eina komugátt inn í kerfið þar sem lögð er áhersla á að greina aðstæður hælisleitenda og átta sig á aðstæðum þeirra þannig að það sé hægt að taka á þeim strax með viðeigandi hætti,“ segir Þorsteinn. Slík leið hugnist stofnuninni hér vel og auðveldi ákvarðanatöku um hvaða þjónustu sé þörf og hvaða búsetuúrræði henti. „Það sem öll grannríki okkar eiga sameiginlegt er að þar er yfirleitt ein móttökugátt fyrir umsóknir um hæli.“ Þar hefjist hælisumsóknarferlið og slíkan stað vanti hér.Mótmæli hælisleitenda í nóvember 2013. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir þörf á úrræðum fyrir einstaklinga sem hætta stafar af en minnir á að upp til hópa sé um að ræða venjulegt fólk sem barist hafi við erfiðar aðstæður.Fréttablaðið/StefánÞorsteinn minnir á að langstærstur hluti hælisleitenda sé friðsemdarfólk. „Við leggjum mikla áherslu á að þetta er fólk sem er í viðkvæmri stöðu og á um sárt að binda. Að langstærstum hluta eru þetta friðsamir einstaklingar sem eru samvinnuþýðir stjórnvöldum.“ Hins vegar geti komið upp eitt og eitt mál, þar sem geti verið áskorun að þjónusta fólk. Þorsteinn segir engar tölur til um hversu margir hælisleitendur hafi komið hingað til lands sem taldir hafi verið hættulegir. Víst sé að þeir séu afar fáir. „Þetta eru mjög fá mál á ársgrundvelli. Flest mála þar sem hælisleitandi sýnir ógnandi hegðun má leysa með aðstoð geðlækna. Oftast er um sjálfskaðandi hegðun að ræða sem á sér rætur í erfiðleikum þeirra. Þetta er viðkvæmur hópur. Það er mikilvægt að halda því til haga.“ Í innanríkisráðuneytinu er verið að skoða málefni hælisleitenda sérstaklega í því skyni að finna leiðir til úrbóta. „Daglega er verið að vinna í þessum málum og við erum langt komin með að bæta kerfið er varðar móttöku hælisleitenda,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Hún segir mikilvægt að um leið og fólk komi til landsins fari af stað skoðun og greining á aðstæðum þess, bæði til að tryggja öryggi fólksins sjálfs og samfélagsins. Í því sambandi megi benda á nauðsyn þess að sérstök úrræði séu fyrir hendi fyrir fólk sem hætta gæti stafað af. Ráðherra bendir á að við komu hælisleitenda til landsins taki á móti þeim sérfræðingar Útlendingastofnunar, Ríkislögreglustjóra og fleiri sem leita þurfi til, svo sem félagsráðgjafar. „Upp til hópa er um að ræða venjulegt fólk sem barist hefur við erfiðar aðstæður en úrræði fyrir einstaklinga sem hætta er talin stafa af þarf vitanlega að vera til staðar og er það liður í þeirri vinnu okkar hér,“ segir Ólöf.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira