Innlent

Ingólfur Geir á toppinn

Ingólfur Geir Gissurarson er elstur Íslendinga sem komist hafa á tindinn.
Ingólfur Geir Gissurarson er elstur Íslendinga sem komist hafa á tindinn.

Fjallgöngumaðurinn Ingólfur Geir Gissurarson komst á tind Everestfjalls, hæsta fjalls í heimi, um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma.

Everest er 8,848 metrar á hæð.  Hann gekk úr Suðurskarði upp á tindinn og tók lokaáfanginn átta klukkustundir. Eftir skamma viðdvöl á toppnum hélt hann svo af stað niður. Ingólfur er fimmtugur og elstur Íslendinga, sem klifið hafa tindinn. Annar Íslendingur, Leifur Örn Svavarsson er á uppleið eftir hlíðum fjallsins og nær á toppinn á fimmtudag, ef áætlanir standast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×