SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 06:28

Sebastian Vettel vann í Ástralíu

SPORT

Infantino ţakkar KSÍ fyrir stuđninginn

 
Fótbolti
16:30 25. JANÚAR 2016
Gianni Infantino vill verđa nćsti forseti FIFA.
Gianni Infantino vill verđa nćsti forseti FIFA. VÍSIR/GETTY

Eins og kom fram í Fréttablaðinu í síðustu viku styður Knattspyrnusamband Íslands Gianni Infantino, framkvæmdastjóra FIFA, í forsetakjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem fram fer 26. febrúar.

Infantino er í framboði ásamt fjórum öðrum; Jerome Champagne frá Frakklandi, Ali bin al-Hussein frá Jórdaníu, Tokyo Sexwale frá Suður Afríku og Salman bin Ebrahim al-Khalifa frá Barein.

Einn af þeim verður eftirmaður Sepps Blatters sem var á dögunum dæmdur í átta ára bann frá afskiptum af fótbolta. Sá spillti Svisslendingur hefur verið forseti FIFA síðan 1998.

„Við þekkjum mjög vel til starfa hans sem framkvæmdastjóra UEFA,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, um Infantino við Fréttablaðið, en hann hefur verið framkvæmdastjóri FIFA síðan 2009.

Infantino deilir grein Vísis á Twitter-síðu sinni og þakkar íslensku knattspyrnuforystunni stuðninginn.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Infantino ţakkar KSÍ fyrir stuđninginn
Fara efst