Viðskipti innlent

Icelandair stærra en SAS

Magnús Halldórsson skrifar
Markaðsvirði Icelandair Group, móðurfélags Icelandair, er nú orðið meira en flugfélagsins SAS, sem lengi hefur verið þekktasta flugfélag Norðurlandanna. Virði Icelandair, miðað við gengið 6,6 er 33,15 miljarðar króna en virði SAS, miðað við gengið 99,24, er 32,6 milljarðar króna.

Gengi SAS hefur fallið mikið á þessu ári, eða um ríflega 30 prósent, meðan gengi Icelandair hefur hækkað um ríflega 30 prósent. Rekstrarerfiðleikar SAS hafa líka verið umtalaðir í fjölmiðlum Norðurlanda, og hafa stjórnendur félagsins raunar unnið að allsherjarendurskipulagningu rekstrar félagsins í nokkurn tíma.

Sjá má upplýsingar um viðskipti á skráðum markaði hér á landi, inn á markaðsvefnum á Vísi, hér.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×