Viðskipti innlent

Icelandair stærra en SAS

Magnús Halldórsson skrifar
Markaðsvirði Icelandair Group, móðurfélags Icelandair, er nú orðið meira en flugfélagsins SAS, sem lengi hefur verið þekktasta flugfélag Norðurlandanna. Virði Icelandair, miðað við gengið 6,6 er 33,15 miljarðar króna en virði SAS, miðað við gengið 99,24, er 32,6 milljarðar króna.

Gengi SAS hefur fallið mikið á þessu ári, eða um ríflega 30 prósent, meðan gengi Icelandair hefur hækkað um ríflega 30 prósent. Rekstrarerfiðleikar SAS hafa líka verið umtalaðir í fjölmiðlum Norðurlanda, og hafa stjórnendur félagsins raunar unnið að allsherjarendurskipulagningu rekstrar félagsins í nokkurn tíma.

Sjá má upplýsingar um viðskipti á skráðum markaði hér á landi, inn á markaðsvefnum á Vísi, hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×