Lífið

Iceland Airwaves: Björk aflýsir tónleikum sínum á hátíðinni

Atli Ísleifsson skrifar
Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir.
Forsvarsmenn Iceland Airwaves hafa greint frá því að Björk hafi neyðst til að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum í haust, þar á meðal tveimur á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves.

Í tilkynningu segir að Björk hafi „vegna óviðráðanlegra orsaka“ aflýst öllum tónleikum frá 15. ágúst út árið. Björk átti að koma fram á Iceland Airwaves 4. og 7. nóvember.

„Við þurfum því miður, vegna aðstæðna sem við ráðum ekki við, að aflýsa öllum tónleikum Bjarkar sem höfðu verið skipulagðir út árið. Björk var full tilhlökkunar að koma fram á þessum stöðum og því eru það mikil vonbrigði að þurfa að aflýsa tónleikunum. Við vonum að fólk sýni þessu skilning.“

Miðar sem keyptir voru á tónleikana 4. nóvember verða endurgreiddir á eins fljótt og auðið er. Miðar sem keyptir voru með greiðslukortum verða endurgreiddir sjálfkrafa en aðrir miðahafar á tónleikana 4. nóvember verða að snúa sér til miðasölu Hörpu.

 

"We’re very sorry to announce that Björk has had to cancel her live shows scheduled for this autumn, which will sadly...

Posted by Iceland Airwaves Music Festival on Wednesday, 5 August 2015

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×