Innlent

Íbúar sýndu góð viðbrögð við eldi í Kópavogi

Samúel Karl Ólason skrifar
Slökkviliðsmenn að störfum.
Slökkviliðsmenn að störfum. Vísir/Ernir
Mikið tjón varð á íbúð fjölbýlishúsi í Hlíðarhjalla í Kópavogi þegar eldur kom þar upp í kvöld. Allt tiltækt slökkvilið var sent á vettvang og reyndist eldurinn bundinn við eitt herbergi í íbúðinni og greiðlega gekk að slökkva hann.

Þegar íbúar uppgötvuðu eldinn lokuðu þau hurðinni að herberginu. Samkvæmt vaktstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru það góð viðbrögð, þar sem eldurinn hafði næstum því kafnað þegar reykkafarar komu á vettvang. Lokun hurðarinnar hafði komið í veg fyrir útbreiðslu eldsins.

Þó voru skemmdir í herberginu miklar og sömuleiðis reykskemmdir í íbúðinni sjálfri og einhverjar skemmdir urðu einnig á stigaganginum. Engar skemmdir urðu á öðrum íbúðum í stigaganginum og eru íbúar þeirra komnir þangað aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×