Innlent

Íbúafundur vegna mengunar

Þorgeir Helgason skrifar
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur ákveðið að boða til íbúafundar vegna loftmengunar frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúar Reykjanesbæjar hafa kvartað mikið undan mengun frá verksmiðjunni frá því að hún var sett á laggirnar. Mikill útblástur sé og súr reykjarlykt liggi yfir bænum.

Fundurinn verður haldinn þann 14. desember næstkomandi klukkan 20.00 í Stapanum. Fulltrúar frá bæjarstjórn Reykjanesbæjar, United Silicon, Orkurannsóknum Keilis og frá Umhverfisstofnun verða á fundinum. Að lokinni framsögu fara fram pallborðsumræður og gefst gestum fundarins tækifæri til þess að spyrja spurninga.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×