Innlent

Í sjálfheldu í Úlfarsfelli

Atli Ísleifsson skrifar
Tæpri klukkustund eftir að sveitirnar voru kallaðar út var búið að finna konurnar og koma þeim niður af fellinu.
Tæpri klukkustund eftir að sveitirnar voru kallaðar út var búið að finna konurnar og koma þeim niður af fellinu. Vísir/Auðunn
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu sóttu fyrir skömmu konu sem var í sjálfheldu á Úlfarsfelli.

Konan, sem var í för með annarri, gekk upp bílslóðann á fellið og þegar hún var komin nálægt toppnum féll hún og rann niður hengju með þeim afleiðingum að hún komst hvorki lönd né strönd. Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu segir að mikil þoka hafi verið á staðnum og áttuðu konurnar sig ekki á því hvar þær væru nákvæmlega staddar.

Tæpri klukkustund eftir að sveitirnar voru kallaðar út var búið að finna konurnar og koma þeim niður af fellinu. Voru þær báðar heilar á húfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×