Fyrirliđinn skaut Swansea upp úr fallsćti

 
Enski boltinn
21:45 18. JANÚAR 2016
Gylfi Ţór Sigurđsson.
Gylfi Ţór Sigurđsson. VÍSIR/GETTY

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Swansea eru komnir aftur á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni, en velska liðið vann 1-0 sigur á nýliðum Watford í kvöld.

Eina mark leiksins skoraði fyrirliðinn Ashley Williams með flottum skalla á 27. mínútu eftir undirbúning Suður-Kóreumannsins Ki Sung-Yong.

Bafétimbi Gomis var hársbreidd frá því að koma Swansea í 2-0 undir lok leiksins en skaut í stöngina og Troy Deeney var svo ekki langt frá því að jafna í uppbótartíma fyrir Watford.

Swansea var fyrir leikinn í kvöld búið að tapa tveimur deildarleikjum í röð og ekki unnið síðan á öðrum degi jóla.

Með sigrinum komst Swansea upp úr fallsæti, en það er nú með 22 stig, einu stigi meira en Newcastle sem er fallsæti eftir úrslitin í kvöld.

Eftir að skora í tveimur deildarleikjum í röð tók Gylfi Þór sér smá pásu frá markaskorun, en hann var mjög duglegur í kvöld og skilaði boltanum vel frá sér.


  • Bein lýsing
  • Liđin
  • TölfrćđiDeila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Fyrirliđinn skaut Swansea upp úr fallsćti
Fara efst