MÁNUDAGUR 27. MARS NÝJAST 12:38

Navalny dćmdur til fangelsisvistar

FRÉTTIR

Rashford hetja Manchester United í ótrúlegum sigri á Arsenal | Sjáđu mörkin

 
Enski boltinn
16:00 28. FEBRÚAR 2016
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Marcus Rashford, ungstirni Manchester United, var hetja liðsins í 3-2 sigri á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði tvö og lagði upp sigurmark Manchester United í leiknum.

Rashford þessi skaust fram á sjónarsviðið með tveimur mörkum gegn Midtjylland á fimmtudaginn og gaf Van Gaal honum annað tækifæri í byrjunarliði Manchester United.

Hann var ekki lengi að þakka það en hann kom Manchester United 2-0 yfir um miðbik hálfleiksins. Fyrra markið kom með skoti af stuttu færi eftir að boltinn féll fyrir hann inn í vítateig Arsenal.

Rashford bætti hann við öðru marki stuttu síðar þegar hann skallaði fyrirgjöf Jesse Lingard í netið en aðeins þrjár mínútur liðu á milli markanna.

Danny Welbeck náði að minnka muninn fyrir Arsenal á gamla heimavellinum fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks og tók Manchester United 2-1 forskot inn í hálfleikinn.

Rashford var aftur á ferðinni á 65. mínútu þegar hann renndi boltanum á Ander Herrera og fór skot hans af Laurent Koscielny og í netið.

Skytturnar voru ekki lengi að svara því, fjórum mínútum síðar hafði Mesut Özil minnkað muninn fyrir Arsenal með skoti af stuttu færi.

Skytturnar reyndu að færa sig framar á völlinn eftir þetta en lærisveinum Arsene Wenger náðu ekki að skapa sér almennileg færi og lauk leiknum með 3-2 sigri Manchester United.

Með sigrinum saxaði Manchester United á Arsenal og Manchester City í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu en Manchester United er þremur stigum á eftir nágrönnum sínum í Manchester City sem eiga leik til góða.


Rashford bćtir viđ öđru marki Manchester United:


Welbeck minnkar muninn á gamla heimavellinum:


Herrera bćtir viđ ţriđja marki Manchester United:


Özil minnkar aftur muninn:
  • Bein lýsing
  • Liđin
  • TölfrćđiDeila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Rashford hetja Manchester United í ótrúlegum sigri á Arsenal | Sjáđu mörkin
Fara efst