Fótbolti

Alsírsk samvinna tryggði Leicester annan sigur í Meistaradeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Það var mikið um dýrðir á King Power vellinum í kvöld þegar Leicester City lék sinn fyrsta heimaleik í Meistaradeild Evrópu. Mótherjarnir voru Porto frá Portúgal.

Aðeins eitt mark var skorað í leiknum. Það gerði Alsíringurinn Islam Slimani eftir 25 mínútna leik. Hann skallaði þá fyrirgjöf landa síns, Riyad Mahrez, framhjá Iker Casillas í marki Porto.

Leicester varði forskotið með kjafti og klóm og landaði stigunum þremur. Jesús Corona komst næst því að jafna metin þegar þrumuskot hans small í slánni þegar fimm mínútur voru til leiksloka.

Leicester vann 0-3 útisigur á Club Brugge í 1. umferð riðlakeppninnar og er því með fullt hús stiga í G-riðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×