ŢRIĐJUDAGUR 28. FEBRÚAR NÝJAST 04:00

Klaufagangur viđ lagasetningu gćti kostađ ríkiđ fimm milljarđa króna

FRÉTTIR

Jonas hetja Benfica á Ljósvangi

 
Fótbolti
21:30 16. FEBRÚAR 2016
Jonas var hetja Benfica.
Jonas var hetja Benfica. VÍSIR/AFP

Benfica vann dramatískan 1-0 sigur á Zenit frá Pétursborg í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld.

Þegar allt stefndi í markalaust jafntefli braut Domenico Criscito, leikmaður Zenit, af sér við vítateig rússneska liðsins og gaf aukaspyrnu. Criscito fékk sitt annað gula spjald fyrir brotið og var rekinn af velli, en hann missir því af seinni leik liðanna í Rússlandi.

Hlutirnir fóru úr öskunni í eldinn fyrir Zenit því Brasilíumaðurinn Jonas tryggði Benfica sigur með skallamarki upp úr aukaspyrnunni eftir sendingu frá Nicoás Gaitán, 1-0. Argentínumaðurinn Gaitán hefur verið öflugur fyrir Benfica á tímabilinu og er sagður á teikniborðinu hjá Manchester United fyrir sumarinnkaupin.

Þetta var fyrsti keppnisleikur rússneska liðsins í tíu vikur eða síðan það mætti Gent í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Seinni leikur liðanna fer fram miðvikudaginn níunda mars á heimavelli Zenit í Pétursborg en þangað fer portúgalska liðið með eins marks forskot.


  • Bein lýsing
  • Liđin
  • TölfrćđiDeila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Jonas hetja Benfica á Ljósvangi
Fara efst