Innlent

Hvött til að nefna drenginn Garðar Ford

Hugrún Halldórsdóttir skrifar
Ungur snáði kom í heiminn í stórhríð á leið um Dalsmynni í nótt. Foreldrarnir voru tiltölulega rólegir yfir öllu saman en þeir hafa nú verið hvattir til að nefna drenginn Garðar Ford, í höfuðið á björgunarsveit og sjúkrabíl.

Guðrúnu og Guðbergi, íbúum á Húsavík, lá á að komast á fæðingardeildina á Akureyri á miðnætti í gær þar sem von var á syni þeirra hvað og hverju. Ákveðið var að hringja á sjúkrabíl en úr vöndu var að ráða því Víkurskarðið var kolófært. Björgunarsveitin Garðar var ræst út og var snjóruðningsmaður fenginn til að ryðja gömlu leiðina um Dalsmynni.

Svo í miðju Dalsmynni var komið að stóru stundinni. Fæðingin gekk vel en eftir hana var brotist áfram til Akureyrar þar sem móðir og barn voru lögð inn a fæðingardeildina, bæði við góða heilsu.

Drengurinn hefur ekki fengið nafn en foreldrarnir hafa þó fengið nokkrar tillögur. Afslöppun er nú framundan hjá litlu fjöslkyldunni sem fer fljótlega aftur heim til Húsavíkur.

Rætt var við foreldrana nýbökuðu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×