Innlent

Hvetja landsmenn til að skrifa undir með bleki

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Hagsmunasamtök heimilanna segja veflykil hljóta að vera nothæfan í stað rafrænna skilríkja.
Hagsmunasamtök heimilanna segja veflykil hljóta að vera nothæfan í stað rafrænna skilríkja. vísir/hörður
Hagsmunasamtök heimilanna taka undir með Neytendasamtökunum og mótmæla þeirri kröfu stjórnvalda að umsækjendur skuldaleiðréttingar geti ekki samþykkt ráðstöfunina nema með rafrænum skilríkjum.

Segir í tilkynningu frá samtökunum að veflykill sá sem notaður hafi verið til að sækja um skuldaleiðréttingu ætti að vera nothæfur til að staðfesta aðgerðina, enda hafi veflykillinn þótt nægilega öruggur og verið notaður um árabil við gerð skattframtala.

Einnig hvetja Hagsmunasamtök umsækjendur um skuldaleiðréttingu til að mæta einfaldlega til ríkisskattstjóra með penna í hendi og undirrita samþykki fyrir skuldaleiðréttingu með bleki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×