ŢRIĐJUDAGUR 24. JANÚAR NÝJAST 22:45

Ólafía Ţórunn sveiflandi kát í íslensku roki á Bahama | Myndir

SPORT

Hvernig hljómar Las Vegas Raiders?

 
Sport
21:00 01. FEBRÚAR 2016
Stuđningsmenn Raiders í Oakland vilja alls ekki missa félagiđ úr borginni.
Stuđningsmenn Raiders í Oakland vilja alls ekki missa félagiđ úr borginni. VÍSIR/GETTY

Las Vegas hefur lengi verið á höttunum eftir atvinnuliði í stóru íþróttunum í Bandaríkjunum og það gæti farið svo að Las Vegas fái NFL-lið.

Eigandi Oakland Raiders, Mark Davis, er á leiðinni til Vegas á næstunni til þess að hitta menn sem ætla að byggja risastóran íþróttaleikvang í borginni.

Áætlað er að byggja 65 þúsund manna leikvang á svæði háskólans í Las Vegas. Hann verður líklega byggður þó svo ekkert NFL-lið komi á næstunni.

Raiders hefur þó áhuga á að skoða þennan möguleika. Davis sótti um að flytja félagið til Los Angeles en hafði ekki erindi sem erfiði.

Ef Davis vill flytja félagið til Vegas þá verður hann að fá samþykki 75 prósent annarra eigenda liða í deildinni.

Við gætum því hugsanlega fengið Las Vegas Raiders í NFL-deildinni eftir nokkur ár.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Hvernig hljómar Las Vegas Raiders?
Fara efst