Hver veldur framtíðinni? Ólafur Páll Jónsson skrifar 31. maí 2014 07:00 Vertu gerandi í þínu eigin lífi! Ekki vera passífur þiggjandi, ekki leiksoppur umhverfis og kringumstæðna. Ekki snúast eins og vindhani sem tekur nýja stefnu í hvert sinn sem vindurinn skiptir um stefnu. Stattu fyrir eitthvað – eitthvað sem er þitt. En vertu samt ekki þvergirðingur, þumbari, þurs, þykkskinnungur. Ræktaðu líka næmi fyrir kringumstæðum, hlustaðu á aðra, og gefðu þér tíma til að hugsa málið. Þá verður þú einn af lífgjöfum hins lýðræðislega samfélags. Í hruninu haustið 2008 kom í ljós að margir höfðu lifað passífu lífi, höfðu lifað lífi þiggjandans, rekaldsins sem hefur enga stefnu. Og eftir hrunið var sagt að við sem einstaklingar og þjóð þyrftum að vera gagnrýnni, leggja rækt við lýðræðið og breyta siðferðilega. Og nú eru bráðum liðin sjö ár og stóru hugsjónirnar virðast láta á sér standa. Af hverju hefur ekkert raunverulega breyst? spyr fólk. Svarið er í raun einfalt. Svona hlutir breytast ekki auðveldlega og þeir breytast ekki á skömmum tíma. Lýðræði er ekki stundlegt ástand, gagnrýnin hugsun er ekki eiginleiki sem við tileinkum okkur á stuttu námskeiði eða með stundlegu áfalli. Lýðræði og gagnrýnin hugsun varða innsta eðli manneskjunnar, karakterinn og sjálfið. Vilji maður byggja upp lýðræðislegt samfélag, þá verður að huga að þessu. Á Íslandi höfum við reyndar margar stofnanir sem vinna skipulega að þessum undirbúningi. Þessar stofnanir heita skólar – leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar og háskólar. Þarna er vermireitur lýðræðisins.Grunnstofnanirnar Þegar talað er um lýðræði er gjarnan horft til Alþingis og býsnast yfir kjaftavaðlinum þar. En það sem gerist á Alþingi er ekki nema brot af lýðræðinu og jafnvel þessi stofnun, svo mikilvæg sem hún er fyrir lýðræðið, hefur lítið að segja ef fólkið sjálft er ekki lýðræðislegt í viðhorfum og athöfnum. Ef fólk almennt er ekki lýðræðislega þenkjandi og býr ekki yfir lýðræðislegum dygðum, þá stoðar lítt að kjósa til þings. Grunnstofnanir lýðræðislegs samfélags eru skólar. Ræktendur lýðræðisins eru ekki þingmenn og lögfræðingar heldur kennarar og foreldrar. Þeir sem vilja helga hugsjóninni um lýðræðislegt samfélag krafta sína, ættu að vinna skipulega að menntun. Samræðuhæfni og samræðuvilji eru sá grunnur sem lýðræðið hvílir á. Hver og einn getur lagt sig fram um að vera nemandi og kennari þessara dygða meðal vina sinna og samferðamanna. Kennurum í skólum og öðrum fagmönnum á sviði uppeldis og menntunar gefst kostur á að gera ræktun þessara eiginleika að ævistarfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Vertu gerandi í þínu eigin lífi! Ekki vera passífur þiggjandi, ekki leiksoppur umhverfis og kringumstæðna. Ekki snúast eins og vindhani sem tekur nýja stefnu í hvert sinn sem vindurinn skiptir um stefnu. Stattu fyrir eitthvað – eitthvað sem er þitt. En vertu samt ekki þvergirðingur, þumbari, þurs, þykkskinnungur. Ræktaðu líka næmi fyrir kringumstæðum, hlustaðu á aðra, og gefðu þér tíma til að hugsa málið. Þá verður þú einn af lífgjöfum hins lýðræðislega samfélags. Í hruninu haustið 2008 kom í ljós að margir höfðu lifað passífu lífi, höfðu lifað lífi þiggjandans, rekaldsins sem hefur enga stefnu. Og eftir hrunið var sagt að við sem einstaklingar og þjóð þyrftum að vera gagnrýnni, leggja rækt við lýðræðið og breyta siðferðilega. Og nú eru bráðum liðin sjö ár og stóru hugsjónirnar virðast láta á sér standa. Af hverju hefur ekkert raunverulega breyst? spyr fólk. Svarið er í raun einfalt. Svona hlutir breytast ekki auðveldlega og þeir breytast ekki á skömmum tíma. Lýðræði er ekki stundlegt ástand, gagnrýnin hugsun er ekki eiginleiki sem við tileinkum okkur á stuttu námskeiði eða með stundlegu áfalli. Lýðræði og gagnrýnin hugsun varða innsta eðli manneskjunnar, karakterinn og sjálfið. Vilji maður byggja upp lýðræðislegt samfélag, þá verður að huga að þessu. Á Íslandi höfum við reyndar margar stofnanir sem vinna skipulega að þessum undirbúningi. Þessar stofnanir heita skólar – leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar og háskólar. Þarna er vermireitur lýðræðisins.Grunnstofnanirnar Þegar talað er um lýðræði er gjarnan horft til Alþingis og býsnast yfir kjaftavaðlinum þar. En það sem gerist á Alþingi er ekki nema brot af lýðræðinu og jafnvel þessi stofnun, svo mikilvæg sem hún er fyrir lýðræðið, hefur lítið að segja ef fólkið sjálft er ekki lýðræðislegt í viðhorfum og athöfnum. Ef fólk almennt er ekki lýðræðislega þenkjandi og býr ekki yfir lýðræðislegum dygðum, þá stoðar lítt að kjósa til þings. Grunnstofnanir lýðræðislegs samfélags eru skólar. Ræktendur lýðræðisins eru ekki þingmenn og lögfræðingar heldur kennarar og foreldrar. Þeir sem vilja helga hugsjóninni um lýðræðislegt samfélag krafta sína, ættu að vinna skipulega að menntun. Samræðuhæfni og samræðuvilji eru sá grunnur sem lýðræðið hvílir á. Hver og einn getur lagt sig fram um að vera nemandi og kennari þessara dygða meðal vina sinna og samferðamanna. Kennurum í skólum og öðrum fagmönnum á sviði uppeldis og menntunar gefst kostur á að gera ræktun þessara eiginleika að ævistarfi.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar