Hver veldur framtíðinni? Ólafur Páll Jónsson skrifar 31. maí 2014 07:00 Vertu gerandi í þínu eigin lífi! Ekki vera passífur þiggjandi, ekki leiksoppur umhverfis og kringumstæðna. Ekki snúast eins og vindhani sem tekur nýja stefnu í hvert sinn sem vindurinn skiptir um stefnu. Stattu fyrir eitthvað – eitthvað sem er þitt. En vertu samt ekki þvergirðingur, þumbari, þurs, þykkskinnungur. Ræktaðu líka næmi fyrir kringumstæðum, hlustaðu á aðra, og gefðu þér tíma til að hugsa málið. Þá verður þú einn af lífgjöfum hins lýðræðislega samfélags. Í hruninu haustið 2008 kom í ljós að margir höfðu lifað passífu lífi, höfðu lifað lífi þiggjandans, rekaldsins sem hefur enga stefnu. Og eftir hrunið var sagt að við sem einstaklingar og þjóð þyrftum að vera gagnrýnni, leggja rækt við lýðræðið og breyta siðferðilega. Og nú eru bráðum liðin sjö ár og stóru hugsjónirnar virðast láta á sér standa. Af hverju hefur ekkert raunverulega breyst? spyr fólk. Svarið er í raun einfalt. Svona hlutir breytast ekki auðveldlega og þeir breytast ekki á skömmum tíma. Lýðræði er ekki stundlegt ástand, gagnrýnin hugsun er ekki eiginleiki sem við tileinkum okkur á stuttu námskeiði eða með stundlegu áfalli. Lýðræði og gagnrýnin hugsun varða innsta eðli manneskjunnar, karakterinn og sjálfið. Vilji maður byggja upp lýðræðislegt samfélag, þá verður að huga að þessu. Á Íslandi höfum við reyndar margar stofnanir sem vinna skipulega að þessum undirbúningi. Þessar stofnanir heita skólar – leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar og háskólar. Þarna er vermireitur lýðræðisins.Grunnstofnanirnar Þegar talað er um lýðræði er gjarnan horft til Alþingis og býsnast yfir kjaftavaðlinum þar. En það sem gerist á Alþingi er ekki nema brot af lýðræðinu og jafnvel þessi stofnun, svo mikilvæg sem hún er fyrir lýðræðið, hefur lítið að segja ef fólkið sjálft er ekki lýðræðislegt í viðhorfum og athöfnum. Ef fólk almennt er ekki lýðræðislega þenkjandi og býr ekki yfir lýðræðislegum dygðum, þá stoðar lítt að kjósa til þings. Grunnstofnanir lýðræðislegs samfélags eru skólar. Ræktendur lýðræðisins eru ekki þingmenn og lögfræðingar heldur kennarar og foreldrar. Þeir sem vilja helga hugsjóninni um lýðræðislegt samfélag krafta sína, ættu að vinna skipulega að menntun. Samræðuhæfni og samræðuvilji eru sá grunnur sem lýðræðið hvílir á. Hver og einn getur lagt sig fram um að vera nemandi og kennari þessara dygða meðal vina sinna og samferðamanna. Kennurum í skólum og öðrum fagmönnum á sviði uppeldis og menntunar gefst kostur á að gera ræktun þessara eiginleika að ævistarfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Vertu gerandi í þínu eigin lífi! Ekki vera passífur þiggjandi, ekki leiksoppur umhverfis og kringumstæðna. Ekki snúast eins og vindhani sem tekur nýja stefnu í hvert sinn sem vindurinn skiptir um stefnu. Stattu fyrir eitthvað – eitthvað sem er þitt. En vertu samt ekki þvergirðingur, þumbari, þurs, þykkskinnungur. Ræktaðu líka næmi fyrir kringumstæðum, hlustaðu á aðra, og gefðu þér tíma til að hugsa málið. Þá verður þú einn af lífgjöfum hins lýðræðislega samfélags. Í hruninu haustið 2008 kom í ljós að margir höfðu lifað passífu lífi, höfðu lifað lífi þiggjandans, rekaldsins sem hefur enga stefnu. Og eftir hrunið var sagt að við sem einstaklingar og þjóð þyrftum að vera gagnrýnni, leggja rækt við lýðræðið og breyta siðferðilega. Og nú eru bráðum liðin sjö ár og stóru hugsjónirnar virðast láta á sér standa. Af hverju hefur ekkert raunverulega breyst? spyr fólk. Svarið er í raun einfalt. Svona hlutir breytast ekki auðveldlega og þeir breytast ekki á skömmum tíma. Lýðræði er ekki stundlegt ástand, gagnrýnin hugsun er ekki eiginleiki sem við tileinkum okkur á stuttu námskeiði eða með stundlegu áfalli. Lýðræði og gagnrýnin hugsun varða innsta eðli manneskjunnar, karakterinn og sjálfið. Vilji maður byggja upp lýðræðislegt samfélag, þá verður að huga að þessu. Á Íslandi höfum við reyndar margar stofnanir sem vinna skipulega að þessum undirbúningi. Þessar stofnanir heita skólar – leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar og háskólar. Þarna er vermireitur lýðræðisins.Grunnstofnanirnar Þegar talað er um lýðræði er gjarnan horft til Alþingis og býsnast yfir kjaftavaðlinum þar. En það sem gerist á Alþingi er ekki nema brot af lýðræðinu og jafnvel þessi stofnun, svo mikilvæg sem hún er fyrir lýðræðið, hefur lítið að segja ef fólkið sjálft er ekki lýðræðislegt í viðhorfum og athöfnum. Ef fólk almennt er ekki lýðræðislega þenkjandi og býr ekki yfir lýðræðislegum dygðum, þá stoðar lítt að kjósa til þings. Grunnstofnanir lýðræðislegs samfélags eru skólar. Ræktendur lýðræðisins eru ekki þingmenn og lögfræðingar heldur kennarar og foreldrar. Þeir sem vilja helga hugsjóninni um lýðræðislegt samfélag krafta sína, ættu að vinna skipulega að menntun. Samræðuhæfni og samræðuvilji eru sá grunnur sem lýðræðið hvílir á. Hver og einn getur lagt sig fram um að vera nemandi og kennari þessara dygða meðal vina sinna og samferðamanna. Kennurum í skólum og öðrum fagmönnum á sviði uppeldis og menntunar gefst kostur á að gera ræktun þessara eiginleika að ævistarfi.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun