Innlent

Hvalfjarðargöngin malbikuð í fyrsta sinn frá opnun

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hvalfjarðargöngin voru opnuð í júlí 1998.
Hvalfjarðargöngin voru opnuð í júlí 1998. Vísir/Pjetur
Hvalfjarðargöngunum verður lokað í hálfan þriðja sólarhring í október vegna malbikunar. Er þetta í fyrsta sinn sem slitlag verður endurnýjað í göngunum en gert var ráð fyrir slitlagið myndi endast í 5-7 ár.

Reyndin er sú að malbikið sem verður endurnýjað í næsta mánuði hefur verið óhreyft frá því göngin voru opnuð sumarið 1998. Þykir það ótrúleg ending.

Hlaðbær-Colas átti lægsta tilboðið í verkið og áætlar að kostnaður verði rúmar 72 milljónir króna að því er fram kemur á heimasíðu Spalar.

Göngin verða lokuð frá 17.-20. október nk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×