Innlent

Hvað gerist ef unglingur sniffar metanól?

Vistvænt metanól til sölu í fyrsta sinn á bensínstöð N1 í Fossvogi, Carbon Recycling International, Rúnar Kárason undirbýr dælingu.
Vistvænt metanól til sölu í fyrsta sinn á bensínstöð N1 í Fossvogi, Carbon Recycling International, Rúnar Kárason undirbýr dælingu. Mynd / Vilhelm
Líffræðingurinn Hjalti Andrason skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann fjallar um hættur metanóls. Til að mynda sé metanól stórskaðlegt óléttum konum og efnið skaðar miðtaugakerfið, veldur taugaskemmdum, höfuðverkjum, ógleði, uppköstum, jafnvægisleysi, geðdeyfð og jafnvel dauða.

„Flestir kannast við að finna bensínlykt á bensínstöðvum og ljóst að við öndum að okkur þeim rokgjörnum efnum sem í bensíni er að finna. [...]. Hvaða áhrif hefur innöndun á metanóli á viðskiptavini og starfsfólk bensínstöðva, til skammtíma litið sem og langvarandi áhrif?" skrifar Hjalti en tilefni greinarinnar er tilraunaframleiðsla á metanóli í nýrisinni verksmiðju í Svartsengi á vegum Carbon Recycling International.

Þegar er komin upp ein dæla hjá N1 í Fossvogi þar sem viðskiptavinir geta dælt efninu, sem er blandað bensíni, á bíla sína. Hjalti segir mörgum spurningum ósvarað um hættu metanóls í orkuformi. Hann bendir einnig á að margir hafi kannað möguleikann en fá lönd nýta sér metanólið, nema þá hérað í Kína og stöku kappakstursgreinar.

Hjalti útskýrir að metanól sé tréspíri og eitt brennivínsstaup af efninu valdi dauða. Hann velti því þannig fyrir sér hvort umhverfisverndin sé að bitna á lýðheilsu.

Þá veltir Hjalti því fyrir sér hvernig það yrði fyrirbyggt að ungmenni misnoti efnið.

„Þekkt er að sumir unglingar taka upp á því að „sniffa" bensín, hvað með þá?" spyr Hjalti.

Greinina hans má lesa hér á Vísi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×