Innlent

Húsnæðisverð hækkað einna mest á Íslandi

Sæunn Gísladóttir skrifar
Húsnæðisverð hefur hækkað hvað hraðast í heiminum á Íslandi samkvæmt nýrri skýrslu.

Frá september 2015 til september 2016 hækkaði húsnæðisverð um 12,9 prósent á Íslandi en um 5,5 prósent að jafnaði um allan heim. Mestar hækkanir voru í Tyrklandi, á Nýja-Sjálandi og Íslandi.

Property Investor Today greinir frá því að húsnæðisverð hækkaði í Tyrklandi fimmta ársfjórðunginn í röð og hækkaði um 13,9 prósent milli ára samkvæmt Global House Price Index eftir Knight Frank.

Skammt á eftir Íslandi hækkaði verð mest í Kanada eða um 11,7 prósent. Húsnæðisverð hækkaði einnig í Bandaríkjunum og var í lok tímabilsins hærra að raunvirði en nokkurn tímann áður. Markaðurinn hafði náð hámarki áður í júlí 2006.

Húsnæðisverð er þó ekki alls staðar áleiðinni upp.

Húsnæðisverð lækkaði mest á tímabilinu í Úkraínu, eða um 9,9 prósent, og í Taívan um 8,9 prósent. Einnig lækkaði húsnæðisverð í Hong Kong um 5,5 prósent og í Singapúr um tvö prósent.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×