Enski boltinn

Hughes: Óboðlegt að tala svona um mína leikmenn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mark Hughes.
Mark Hughes. vísir/getty
Stoke vann Swansea, 2-1, í ensku úrvalsdeildinni í gær eftir að Swansea hafði komist yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik.

Stoke jafnaði metin úr vítaspyrnu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Victor Moses, leikmaður gestaliðsins, virtist láta sig falla í teignum.

Garry Monk, knattspyrnustjóri Swansea, var ósáttur við tilþrif leikmannsins og ákvörðun dómarans og sagði Moses hafa hreint og beint svindlað í viðtali eftir leik.

"Ég heyrði hann segja að einn leikmaður minn hafi svindlað, það er óboðlegt í mínum bókum," sagði Mark Hughes við Sky Sports eftir leikinn.

"Hann er augljóslega í uppnámi. Við þurfum að mæta hérna 20 mínútum eftir leik og ræða það sem gerðist. Stundum þarf maður bara að bíta í tunguna á sér og segja ekki neitt. Hann lærir af reynslunni," sagði Mark Hughes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×