Innlent

Hrúturinn Harry elskar Snickers

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Forystuhrúturinn Harry í Grímsnesi sker sig úr í fjárhúsinu á bænum þegar kemur að mataræði því hann velur miklu frekar að borða Snickers súkkulaði heldur en heyið sem honum er fært á hverjum degi. Þá eru nokkrar kindur á bænum líka ólmar í Snickers.

Í Miðengi er um 250 fjár, allt fallegt fé sem lætur fara vel um sig í fjárhúsinu. Þar eru líka tveir sauðir eða forrystuhrútarnir Harry og sonur hans, Heimir. 

Harry er nammigrís eða réttarasagt nammihrútur því hann elskar að fá Snickers súkkulaði hjá Helgu Gústavsdóttur, bónda í Miðhengi.

„Honum finnst það voða gott. Hann alveg elskar þetta,“ segir Helga.

Hann smjattar vel á því.

„Já já, alveg rennir því ofan í sig.“

En Heimir, vill hann ekkert Snickers?

„Nei hann er ekkert fyrir Snickers. Hann stendur hjá og fylgist með. Enda er Harry pabbinn og hann hlýtur að víkja fyrir pabba sínum.“

Innslagið um nammihrútinn Harry má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×