Innlent

Hringdi á lögreglu vegna hávaða frá borholu

Hvergerðingur hringdi í lögregluna á Selfossi um tvö leitið í nótt og sagðist ekki verða svefnsamt vegna hávaða frá borholu Orkuveitunnar við Hverafold.

Þótt lögreglan á Selfossi þyki bóngóð, gat hún ekki orðið við ósk mannsins um að stilla til friðar í þessu tilviki, þar sem um náttúruafl væri að ræða.

Þetta er í annað sinn á nokkrum vikum sem lögregla fær hávaðaútkall vegna þessarar holu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×