Sport

Hrafnhildur stórbætti eigið Íslandsmet í Doha

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir. Vísir/Valli
Hrafnhildi Lúthersdóttur, sunddrottningin úr SH, stórbætti eigið Íslandsmet í 100m bringusundi í 25m laug í dag á Heimsbikarnum í 25 metra laug sem fer fram í Doha í Katar.

Hrafnhildur synti gríðarlega vel í dag en hún kom í mark á 1:06,88 og hafnaði í þriðja sæti. Glæsileg bæting en fyrra Íslandsmet hennar var 1:07,26 sem hún setti í Dubai árið 2010.

Hrafnhildur keppti á dögunum á Evrópumeistaramótinu í 50 metra laug sem fer fram í Berlín þar sem hún komst í úrslit í bringusundi í 50 metrum, undanúrslitin í 200 metrum og undanúrslitin í 100 metrum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×