Sport

Hrafnhildur fékk brons á sterku móti í Indianapolis

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty
Hrafnhildur Lúthersdóttir fékk brons í 100 metra bringusundi á alþjóðlegu móti í Indianapolis í Bandaríkjunum. Mótið er hluti af Arena Pro Swim Series.

Hrafnhildur synti á 1:07,94 mínútum í 100 metra bringusundinu. Hún lenti svo í 4. sæti í 200 metra bringusundi á tímanum 2:27,57.

Íslandsmet Hrafnhildar í 100 metra bringusundi er 1:06,45 og 2:22,96 í 200 metrunum.

Mótið í Indianapolis er liður í undirbúningi Hrafnhildar fyrir HM í 50 metra laug í Búdapest í júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×