Enski boltinn

Houghton: Kvennaknattspyrnan á Englandi er á góðum stað

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Steph Houghton fagnaði bronsi með Englandi.
Steph Houghton fagnaði bronsi með Englandi. vísir/getty
Steph Houghton, fyrirliði enska kvennalandsliðsins í fótbolta, telur enska kvennaknattspyrnu vera á góðum stað.

Houghton spilaði allar mínútur enska liðsins á HM í Kanada þar sem liðið vann til bronsverðlauna eftir að leggja Evrópumeistara Þýskalands í leiknum um þriðja sætið.

Fyrir mótið í Kanada hafði England aldrei áður unnið leik í útsláttarkeppni HM, en liðið var grátlegu sjálfsmarki frá því að komast mögulega í úrslitaleikinn. Uppgangurinn verið mikill á Englandi undanfarin ár.

Fyrirliðinn vonast til að árangur landsliðsins hjálpi til við að styrkja og bæta ensku úrvalsdeildina og enska kvennaknattspyrnu í heild sinni.

„Gæðin í ensku úrvalsdeildinni hafa aukist mikið frá ári til árs. Félögin taka þessu af fullri alvöru og leyfa leikmönnum að æfa eins og atvinnumenn,“ segir Houghton í viðtali við Sky Sports.

„Ég tel að stór ástæða þess að leikmenn vilji vera áfram á Englandi sé því þar geta þeir æft á hverjum degi og spilað íþróttina sem þeir elska. Leikmenn vilja líta á fótboltann sem sína starfsgrein og helga lífi sínu íþróttinni.“

„Þannig þegar litið er á hvernig við erum að þróast þá er við bara á virkilega góðum stað,“ segir Steph Houghton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×