Sport

Hótar að halda UFC frá Rússlandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Khabib er hér með hárkolluna sína.
Khabib er hér með hárkolluna sína. vísir/getty
Rússneski bardagakappinn Khabib Nurmagomedov er brjálaður yfir því að Conor McGregor fái að berjast við Eddie Alvarez á undan honum.

Conor er að fara að berjast við léttvigtarmeistarann Alvarez um beltið í þyngdarflokknum en Conor hefur aldrei barist áður í léttvigt.

Nurmagomedov er efstur á lista UFC í léttvigtinni og ætti með réttu að berjast næst við Alvarez.  Hann hefur aldrei tapað í 23 bardögum.

„Ég skil alveg peningabardaga en þetta er íþrótt fyrst og fremst. Það verður að berjast við þá sem eru næstir í röðinni,“ sagði Nurmagomedov pirraður en hann vill eðlilega að Írinn berjist við aðra gaura í vigtinni áður en hann fær tækifæri á beltinu. Það virkar bara ekki þannig hjá Conor.

Nurmagomedov mun keppa við Michael Johnson á sama kvöldi og hann er með hótanir ef hann fær ekki titilbardaga eftir það.

„Dana fór að spila leiki og notaði nafn mitt í þeim leikjum. Ég mun aldrei gleyma þessu. Ef ég fæ svo ekki titilbardaga næst þá mun ég aldrei keppa aftur í UFC og UFC mun aldrei fá að koma til Rússlands.“

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×