Innlent

Holtagarðar verða að samgöngumiðstöð

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Breyta á Holtagörðum í Reykjavík í samgöngumiðstöð. Skrifað hefur verið undir leigusamninga á milli fasteignafélagsins Reita, eiganda Holtagarða, og rútufyrirtækisins Grey Line og ALP ehf., umboðsaðila bílaleiganna Avis og Budget.

Samkvæmt fréttatilkynningu Reita verður flugrútan meðal annars með aðstöðu í þessari nýju samgöngumiðstöð. Í tengslum við þetta munu Reitir koma upp matar- og þjónustutorgi en gert er ráð fyrir að starfsemin hefjist fljótlega.

Samgöngumiðstöðin verður í suðvestur hluta hússins og verða töluverðar breytingar gerðar á húsnæðinu, bílastæðinu og umferðarflæði í tengslum við þessa nýju starfsemi. Unnið er að hönnun veitingastorgsins og skipulagi á svæði fyrir verslanir fyrir ferðamenn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×