Sport

Holly finnur til með Rondu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Holly er hér að lúskra á Rondu.
Holly er hér að lúskra á Rondu. vísir/getty
Ronda Rousey viðurkenndi að hafa íhugað sjálfsmorð eftir tapið gegn Holly Holm. Holm finnur til með Rondu en dettur ekki í hug að biðja hana afsökunar.

„Ég finn til með henni. Það er ekki gott þegar manni líður illa og er á vondum stað. Er ég heyrði að hún hefði sagt þetta fór ég að hugsa hvernig ég ætti eiginlega að svara spurningum um þetta,“ sagði Holm en hún rotaði Rondu með stæl í Ástralíu.

Sjá einnig: Grátandi Ronda: Ég íhugaði að taka eigið líf

„Ég vil ekki biðjast afsökunar því við vorum að keppa. Ég myndi ekki sætta mig við að einhver biði mig afsökunar á því að hafa unnið mig. Við erum keppnisfólk. Ég get ekki sagt að ég sé glöð yfir því að henni líði illa en ég get heldur ekki sagt fyrirgefðu.“

Ronda er byrjuð að æfa á nýjan leik eftir að hafa tekið sér frí til þess að sinna kvikmyndaleik og módelstörfum. Þær mætast væntanlega næsta sumar eða haust.

„Hún verður að klóra sig út úr þessu en á endanum held ég að hún verði andlega sterkari eftir þessa reynslu," sagði Holly.

Holly verður í hringnum sama kvöld og Conor McGregor. Það er 5. mars en þá ver hún titil sinn gegn Miesha Tate.

MMA

Tengdar fréttir

Ronda byrjuð að æfa á nýjan leik

Ein óvæntustu úrslitin í sögu UFC komu síðasta nóvember þegar Holly Holm rotaði Rondu Rousey á eftirminnilegan hátt.

Sjáðu fyrsta tap Rondu

Holly Holm er nýr bantamvigtarmeistari í UFC eftir óvæntan sigur á Rondu Rousey í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×