Enski boltinn

Hodgson: Gerrard var frábær fyrirliði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Roy Hodgson og Steven Gerrard ræðast við.
Roy Hodgson og Steven Gerrard ræðast við. Vísir/Getty
Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag hefur Steven Gerrard lagt landsliðsskóna á hilluna.

Landsliðsþjálfarinn Roy Hodgson segir að Gerrards verði sárt saknað úr enska landsliðinu.

"Við munum sakna leiðtogahæfileika hans nú þegar við horfum fram á veginn, til undankeppni EM 2016.

"Gerrard er ótrúlegur maður og stórkostlegur leikmaður sem við höfum verið svo heppin að sjá í enska landsliðsbúningnum," sagði Hodgson, en hann gerði Gerrard að fyrirliða Englands þegar hann tók við landsliðsþjálfarastarfinu vorið 2012.

Gerrard lék alls 114 landsleiki fyrir England og bar fyrirliðabandið í 38 þeirra.

"Það er aldrei tilviljun þegar leikmenn spila svona marga landsleiki. Það er marks um hans hæfileika og sigurvilja," sagði Hodgson ennfremur.

"Hann var frábær fyrirliði og mikil fyrirmynd fyrir alla þá komust í kynni við hann.

"Ég óska honum alls hins besta í framtíðinni og ég veit að ég get reitt mig á stuðning hans í framtíðinni," sagði Hodgson að lokum.

Hér að neðan má sjá skilaboð sem ýmsir málsmetandi menn í fótboltaheiminum sendu Gerrard á Twitter í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×