Innlent

Hnúfubakur á Pollinum

Gissur Sigurðsson skrifar
Hnúfubakur skoðaði Akureyringa í gær.
Hnúfubakur skoðaði Akureyringa í gær.
Stór hnúfubakur lagði leið sína óvænt inn á Pollinn við Akureyri í gærkvöldi og gátu vegfarendur um Drottningarbraut skoðað hvalinn í aðeins 50 metra fjarlægð frá landi.

Aðeins utar mátti svo sjá hvalaskoðunarbátinn Ambassador, en þaðan skoðaði fólk hvalinn úr hinni áttinni. Fátítt mun vera að svo stórir hvalir komi alveg inn á Pollinn. Ekki hafa fegnist fregnir af því hvort hnúfubakurinn er enn á Pollinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×