Íslenski boltinn

HK-ingar að missa af lestinni? - Grindavík vann í Kórnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Daníel
Grindvíkingar unnu mikilvægan 2-1 útisigur á HK í Kórnum í kvöld þegar liðin mættust í 1. deild karla í fótbolta.

Grindvíkingar lentu undir í fyrri hálfleik en snéru leiknum með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla um miðjan seinni hálfleik.

Grindvíkingar náðu aðeins að rífa sig frá fallbaráttunni með þessum góða sigri sem skilar liðinu alla leið upp í 7. sæti.

HK-ingar eru aftur á móti að missa af lestinni í baráttunni um sæti í Pepsi-deildinni en liðið hefur aðeins náð í eitt stig í síðustu þremur leikjum og er nú sjö stigum á eftir ÍA sem situr í 2. sæti deildarinnar.

Viktor Unnar Illugason kom HK í 1-0 á 30. mínútu en Óli Baldur Bjarnason og Alex Freyr Hilmarsson tryggðu Grindavíkurliðinu öll þrjú stigin.

HK endaði síðan leikinn manni færri eftir að Atli Valsson fékk sitt annað gula spjald á 86. mínútu.

Þetta var fyrstu leikurinn í 19. umferð 1. deildar karla en þrír leikir eru svo á morgun og síðustu tveir verða síðan spilaðir á laugardaginn.

Upplýsingar um markaskorara í leiknum eru fengnar frá vefsíðunni úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×